Vinsæl leitarorð
Niðurstöður
Evrópa bjóði fólk velkomið í kjölfar áður óþekktrar samstöðu
Rauði krossinn kallar eftir því að dreginn verði jákvæður lærdómur á samstöðu og viðbrögðum við komu flóttafólks frá Úkraínu.
Styrkur frá 10. bekk Tjarnarskóla
Á dögunum barst Rauða krossinum myndarlegur stuðningur frá nemendum í 10. bekk Tjarnarskóla sem nýlega hafi lent í þriðja sæti í Fjármálaleikunum 2021 og hlotið 100.000 krónur í verðlaun. Bekkurinn tók þá ákvörðun að gefa 75.000 krónur af verðlaunafénu til starfs Rauða krossins með flóttafólki.
Brynja Dögg Friðriksdóttir sendifulltrúi á björgunarskipi á Miðjarðarhafi
Í nóvember sl. hélt Brynja Dögg Friðriksdóttir til starfa um borð í björgunarskipinu Ocean Viking sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Áhöfn skipsins hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Björgunarskipið Ocean Viking bjargar fólki
Síðustu 48 tíma hefur björgunarskipið Ocean Viking bjargað 164 einstaklingum, þ.m.t. 2 konum, 47 fylgdarlausum börnum og 1 árs gömlu barni. Fólkið er nú í umsjá Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og SOS Mediterranee.
Brynja Dögg sendifulltrúi við störf í Póllandi
Brynja Dögg Friðriksdóttir fór til Póllands um miðjan júní til að starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu. Þetta er önnur starfsferð Brynju Daggar fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi. Í nóvember á síðasta ári var hún hluti af áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking sem hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.
Rauði krossinn hvetur til móttöku kvótaflóttafólks og lýsir áhyggjum af vaxandi útlendingaandúð
Rauði krossinn samþykkti tvær ályktanir á aðalfundi sínum fyrr í dag þar sem félagið skorar á stjórnvöld að standa við áform um að bjóða hingað kvótaflóttafólki og lýsir áhyggjum af vaxandi andúð í garð innflytjenda og flóttafólks.
70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum
„Við erum mjög þakklát fyrir stuðning almennings, fyrirtækja og íslenskra stjórnvalda“ segir Robert Mardini framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC). „Stuðningur við og samhugur almennings á Íslandi með þeim sem þjást vegna ástandsins í Úkraínu er afar vel metinn. Því meiri stuðning sem við fáum þeim mun meira getur Rauði krossinn gert fyrir fólk sem þjáist vegna átakanna og á þann hátt komið til móts við þarfir almennra borgara.“
Sérstakar þakkir til fyrirtækja sem styrktu neyðarsöfnun Rauða krossins
Rauði krossinn á Íslandi þakkar fyrirtækjum sem tóku þátt í neyðarsöfnun félagsins vegna átakana í Úkraínu með rausnarlegu framlagi!
30 ár síðan þau flúðu til Íslands
Flóttafjölskylda frá Víetnam sem flutti til Íslands fyrir 30 árum heimsóttu Rauða krossinn á fimmtudaginn og þökkuðu fyrir stuðninginn sem þeim var veittur þegar þau komu.