Vinsæl leitarorð
Niðurstöður
Hleypur Laugaveginn til styrktar Frú Ragnheiði
Hörður Jónsson, sjálfboðaliði Frú Ragnheiðar tekur þátt í Laugavegshlapinu sem er haldið 18. júlí næstkomandi. Hann hleypur til styrktar Frú Ragnheiðar og hóf söfnun nýverið.
Skyndihjálparleiðbeinandi sómalska Rauða hálfmánans lést við störf
Sjálfboðaliðinn var við störf á Lasanod-svæðinu og varð fyrir skoti þegar vopnuð átök blossuðu upp.
Viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænum stuðningi á Suðurlandi
Viðbragðshópur, með sjálfboðaliðum um allt Suðurland, var stofnaður á árinu og hefur hlotið ýmisskonar fræðslu.
Gaman og gefandi að vera vinur á vegum Rauða krossins
Eva Rós Gústavsdóttir hefur verið sjálfboðaliði í vinaverkefnum Rauða krossins frá því í byrjun árs, en hún er bæði göngu- og heimsóknarvinur. Eva er í sálfræðinámi og eftir að hafa lært um hversu slæm áhrif félagsleg einangrun hefur á fólk ákvað hún að gerast sjálfboðaliði.
Rauði krossinn í Kópavogi hefur störf á ný eftir sumarfrí
Eftir ánægjulegt sumarfrí ríkir mikil tilhlökkun fyrir komandi verkefni og eru mörg áhugaverð verkefni í boði. Það verður gaman að hefja vinnu að nýju með sjálfboðaliðunum okkar og vonandi bætast nýjir við hópinn.
Með Sigrúnu er ég ekki lengur ósýnileg
Í maí árið 2013 var Kolbrún í endurhæfingu á Grensás en leið ekki vel, því hún var einmana og einangruð. Mamma hennar sótti þá um heimsóknarvin fyrir hana hjá Vinaverkefnum Rauða krossins og Sigrún, sem var nýbúin að sækja um sem sjálfboðaliði, fékk það verkefni að verða heimsóknarvinur hennar. Tíu árum síðar eru þær enn góðar vinkonur.
Heimsóknavinir í 10 ár
Þann 19. ágúst 2013 fór Gígja í sína fyrstu heimsókn til Svövu Sigurðardóttur (96) og hafa þær hist reglulega síðan. Í upphafi voru þetta heimsóknir einu sinni í viku í klukkutíma í senn en í dag hefur heimsóknarmynstrið breyst. Þær hittast ennþá einu sinni í viku en heimsóknin varir ekki í eina klukkustund heldur mun lengur. Í dag eru þær meira vinkonur en gestgjafi og sjálfboðaliði.
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 97 ára afmæli sínu
Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 97 ára afmæli sínu. Á þessum degi árið 1924 var Rauði krossinn á Íslandi stofnaður á stofnfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavík. Rauði krossinn vill þakka fyrir allan þann stuðning sem félagið hefur fengið á árinu frá sjálfboðaliðum, starfsmönnum, sendifulltrúum, Mannvinum, styrktaraðilum og öllum þeim sem hafa lagt sitt að mörkum til að gera starf félagsins að veruleika.
Ragna Árnadóttir kjörin í stjórn IFRC
Ragna Árnadóttir var í dag kjörin í stjórn Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Takk fyrir stuðninginn!
Verum vinir - Mannvinasöfnun Rauða krossins gekk vonum framar. Rauði krossinn þakkar landsmönnum og fyrirtækjum á Íslandi fyrir stuðninginn.