Almennar fréttir
6. bekkur í Helgafellsskóla safnaði pening fyrir Rauða krossinn
07. júní 2022
Í síðustu viku var þemavika í Helgafellsskóla með yfirskriftinni Ég hef áhrif. Þá var lagt upp með að nemendur veltu því fyrir sér hvað það er að gera góðverk.
Þau gengu út frá spurningunni:
Hvernig við getum lagt okkar að mörkum til að gera heiminn að betri stað?
Hjálpumst að við að gera góðverk.
6. bekkur í Helgafellsskóla ákvað að styrkja Rauða krossinn með von um að peningarnir nýtist vel. Alls söfnuðust 15.395 kr.
Söfnunin fór fram með ýmsum hætti, þau bjuggu meðal annars til skart, bangsa og bökuðu kökur auk annarra verkefna.
Við þökkum þessum duglegu börnum fyrir sitt framlag í þágu mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.