Almennar fréttir
Börn söfnuðu 130 þúsund krónum fyrir flóttafólk
15. ágúst 2022
Á undanförnum mánuðum tókst fjórum framtakssömum krökkum að safna heilum 130 þúsund krónum sem þau gáfu Rauða krossinum til að styrkja flóttafólk sem er að flýja átökin í Úkraínu.
Börnin, sem heita Sigrún, Andri, Emma og Karen, búa í Ennishvarfi í Kópavogi. Þau náðu að safna þessari óvenju háu upphæð með því að vera sérlega dugleg og úrræðagóð.
Þau byrjuðu á því að fá posa lánaðan hjá Saltpay svo fólk gæti borgað þeim með korti og svo héldu þau tvær sirkussýningar sem þau seldu inn á og seldu meira að segja veitingar í hléi.
Þau bjuggu svo einnig til armbönd og annað úr loom-teygjum og notuðu posann til að selja þau nálægt heimilum sínum.
Krakkarnir gengu einnig um hverfið sitt og seldu miða í happdrætti þar sem vinningar voru í boði og síðast en ekki síst söfnuðu þau tómum drykkjarumbúðum í hverfinu sínu sem þau fóru með í Sorpu.
Við þökkum krökkunum kærlega fyrir sitt framlag í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.