Almennar fréttir
Ný vefsíða lítur dagsins ljós
04. febrúar 2022
Ný vefsíða Rauða krossins leit dagsins ljós um miðjan janúar og er hún stór liður í stafrænni vegferð félagsins.
Þar verður lögð áhersla á Mínar síður þar sem fólk mun geta séð allar helstu upplýsingar um sig, námsskeiðskráningar, skírteini og fleira. Markmið síðunnar er að einfalda aðgengi að upplýsingum fyrir notendur, sjálfboðaliða, námskeiðsþátttakendur, Mannvini, leiðbeinendum og öðrum sem vilja leggja Rauða krossinum lið. Síðan var unnin með Vettvangi og um leið og við þökkum fyrir gróskumikið og gott samstarf hlökkum við til áframhaldandi umbóta og samstarfs.
Hans Júlíus, markaðsstjóri Vettvangs, færði Rauða krossinum gjöf í tilefni opnun heimasíðunnar. Nadía Ýr markaðsfulltrúi veitti henni móttökur fyrir hönd Rauða krossins. Við þökkum Vettvangi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum við til náins samstarfs í framtíðinni.
Við erum stolt af nýju vefsíðunni okkar og vonum að þið njótið þess að vafra um króka hennar og kima.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.