Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi kynnir sjálfbærnisjóð á loftslagsráðstefnu IFRC
09. september 2020
IFRC stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu 9. og 10. september. Þar verður rætt um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
IFRC (Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans) stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu í dag og á morgun, 9. og 10. september. Rætt verður um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í samkeppni „Climate:Red Innovation Competition“ þar sem valið var á milli 200 verkefna frá 60 landsfélögum og var verkefni Rauða krossins á Íslandi eitt af tíu verkefnum sem voru valin til þess að vera kynnt á ráðstefnunni og keppa um verðlaun.
Á fimmtudaginn kl. 11.30 mun Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjárölfunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi kynna nýtt og spennandi verkefni um stofnun sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á Íslandi, sem er fyrstur sinnar tegundar. Sjóðnum, sem er í undirbúningi, er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvána, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Fjöldi fólks talar á ráðstefnunni. Þar má nefna Hon. Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladesh, Karl Bretaprins auk ýmissa sérfræðinga í málefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.