Almennar fréttir
Rauði krossinn opnar nýtt sóttkvíarhótel
02. maí 2021
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað.
Í dag opnar Rauði krossinn sóttkvíarhótel á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík. Verður það þriðja sóttkvíarhótelið í Reykjavík og það fjórða á landinu en fyrir hefur Rauði krossinn umsjón með sóttkvíarhótelum á Fosshótel Reykjavík, Hótel Storm og Hótel Hallormsstað. Þá hefur Rauði krossinn einnig umsjón með farsóttarhúsum við Rauðarárstíg líkt og verið hefur síðastliðið ár.
Farþegum sem koma til landsins og ýmist þurfa eða kjósa að verja sinni sóttkví á sóttkvíarhóteli hefur farið nokkuð fjölgandi að undanförnu. Í nótt voru um 400 gestir á sóttkvíarhótelunum tveimur í Reykjavík og einungis örfá herbergi laus þar sem stendur. Í dag koma átta farþegavélar til landsins, sú fyrsta lenti í morgun og sjö eru væntanlegar síðar í dag, þar af koma tvær frá hááhættusvæðum með nýgengi smita yfir 700.
Með tilkomu sóttkvíarhótelsins á Hótel Kletti bætast 84 herbergi við fyrra framboð og Rauði krossinn þar með betur í stakk búinn til að taka á móti þeim gestafjölda sem búast má við í dag og næstu daga.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.