Almennar fréttir
Seyðisfjarðardeild sameinast Múlasýsludeild
02. nóvember 2020
Þann 1. nóvember sl. sameinaðist Seyðisfjarðardeild Múlasýsludeild
Í gær gekk Seyðisfjarðardeild inn í Múlasýsludeild, en það var formlega gengið frá því á fjarfundi vegna aðstæðna. Starfssvæði Múlasýsludeildar nær nú yfir Vopnafjarðarhrepp, Fljótsdalshrepp og stærstan hluta hins nýsameinaða sveitarfélags, Múlaþings, að Djúpavogi undanskildum.
Berglind Sveinsdóttir er formaður hinnar sameinuðu deildar.
Aðrir í stjórn eru:
Guðjón Sigurðsson, Seyðisfjörður
Jóhanna G Hafliðadóttir, Egilsstaðir
Sölvi Kristinn Jónsson, Vopnafirði
Sigríður Herdís Pálsdóttir, Egilsstaðir
Jóna Björg Sveinsdóttir, Borgarfjörður eystri
Stjórn skiptir með sér verkum.
Varamenn:
Helga Björg Eiríksdóttir, Borgarfirði eystri
Kristín María Björnsdóttir, Egilsstöðum
Bergljót Kemp Georgsdóttir, Egilsstöðum
Trausti Marteinsson Seyðisfjörður
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.