Almennar fréttir
Skagafjarðardeild gaf milljón í neyðarsöfnun
17. febrúar 2023
Deildin studdi neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.
Skagafjarðardeild Rauða krossins gaf milljón krónur í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi.
Sólborg Una Pálsdóttir, formaður deildarinnar, segir að þetta hafi verið mögulegt vegna þess að markaður deildarinnar hafi gengið svo vel.
„Heimamenn eru duglegir að láta okkur hafa ýmislegt til að selja á markaðnum og svo erum við líka með prjónakonur sem framleiða vörur sem við seljum á markaðnum,“ segir hún. „Þetta hefur gengið svona glimrandi vel og það er þess vegna sem við getum sett milljón í þessa söfnun.“
Hún segir að það hafi staðið til að gefa peningana í söfnun og þegar hamfarirnar urðu í Tyrklandi og Sýrlandi hafi það legið beint við að styrkja neyðarsöfnunina sem Rauða krossinn á Íslandi setti í gang.
Við þökkum Skagafjarðardeild kærlega fyrir rausnarlegt framlag hennar til mannúðarmála!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.