Almennar fréttir
Starfskona á næturvaktir í Konukot óskast
29. júlí 2019
Rauði krosssinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Rauði krossinn í Reykjavík óskar eftir starfskonu á næturvaktir í Konukot. Konukot er athvarf fyrir heimilislausar konur.
Um er að ræða 60% starfshlutfall.
Starfskona ber ábyrgð á móttöku og einstaklingsmiðaðri þjónustu við gesti athvarfsins, auk almennra heimilisstarfa. Í Konukoti er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði.
Menntun og hæfniskröfur:
· Almenn menntun
· Áhugi og/eða reynsla af störfum með fólki sem á við fíknivanda og/eða geðrænan vanda að stríða
· Fordomaleysi og umburðarlyndi í garð notenda athvarfsins er skilyrði
· Hæfni og áhugi á góðum mannlegum samskiptum er skilyrði
· Stundvísi og lausnarmiðað vinnulag
· Viðkomandi þarf að vera 24 eða eldri
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2019.
Upplýsingar veitir Brynhildur, forstöðukona Konukots, netfang: binna@redcross.is
Umsóknir sendist á sama netfang.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.