Almennar fréttir
Takk fyrir stuðninginn!
11. október 2022
Verum vinir - Mannvinasöfnun Rauða krossins sem var í beinni útsendingu síðasta föstudag á RÚV gekk vonum framar. 1800 Mannvinir hafa bæst í hópinn og tæplega 400 einstaklingar og fyrirtæki gáfu staka styrki, alls 27 milljónir. Við viljum þakka kærlega fyrir þessi jákvæðu viðbrögð og hlýhug í garð Rauða krossins.
Rauði krossinn vill þakka sjálfboðaliðum í símaveri, RÚV, Vodafone, skemmtikröftum og öðrum sem komu að gerð þáttarins fyrir frábært samstarf. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið og horfðu á þáttinn.
Með stuðningi íslenskra stjórnvalda og Mannvina mun Rauði krossinn senda systurfélögum sínum í löndum Austur Afríku 50 milljónir króna sem kemur til aðstoðar íbúa í þessum heimshluta sem eru að takast á við mikla þurrka og hungursneyð sem óttast er að verði ein sú versta í 40 ár.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins vill koma á framfæri sérstöku þakklæti til Mannvina og allra sem komu að þættinum eins og kynna kvöldsins, skemmtikraftar og tónlistarfólk, starfsfólk RÚV og Vodafone.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.