Almennar fréttir
Umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda
19. apríl 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021-2024.
Í drögunum segir að í framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda séu kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Rauði krossinn fagnar tillögu að nýrri áætlun enda lætur félagið sig aðstæður innflytjenda og flóttafólks varða og hefur áratugum saman gætt hagsmuna þeirra. Félagið hefur lengi talað fyrir jafnræði, jöfnu aðgengi og tækifærum allra innflytjenda á Íslandi, ekki síst flóttafólks, og nauðsyn þess að fjölmenning sé viðurkennd á borði sem í orði.
Tillagan endurspeglar að við sem samfélag þokumst fram á við og að þekking samfélagsins á sérstökum
aðstæðum og þörfum innflytjenda og flóttafólks fer vaxandi. Rauði krossinn vill leggja sitt að mörkum
til að styrkja tillöguna enn frekar með umsögn sinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.