Innanlandsstarf
Framlag frá Færeyjum og úthlutun heldur áfram
02. febrúar 2024
Rauði krossinn í Færeyjum hefur stutt neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga og um helmingnum af því fé sem hefur safnast hefur verið úthlutað. Úthlutun stendur yfir þar til allt fé sem safnast er komið til Grindvíkinga.
Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið tæplega 10 milljón króna framlag frá Rauða krossinum í Færeyjum í neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú alls úthlutað rétt rúmlega 20 milljónum króna til Grindvíkinga.
Rauði krossinn í Færeyjum hafði samband við Rauða krossinn á Íslandi og bauð fram stuðning við söfnunina, en þau vildu leggja sitt af mörkum til að styðja Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Ákveðið var að blása til söfnunar og afrakstur hennar er nú kominn til skila til Rauða krossins á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklát systurfélagi sínu í Færeyjum, enda er ómetanlegt að eiga svona góða granna, sem rétta fram hjálparhönd óumbeðnir.
Tæpur helmingur kominn til Grindvíkinga
Alls hefur Rauði krossinn á Íslandi nú safnað rúmlega 41 milljón króna, en söfnunin er enn í fullum gangi. Þar af hefur rétt rúmlega 20 milljónum króna verið úthlutað til 642 Grindvíkinga.
Úthlutunin er einnig enn yfirstandandi og hún heldur áfram þar til öllu því fé sem hefur safnast hefur verið komið til Grindvíkinga, að undanskildum kostnaði við söfnunina, sem er vel innan við 1% af heildarupphæðinni.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.